UM MAGISTRA
Eftir að hafa starfað yfir 20 ár hjá heildarsamtökum á vinnumarkaði ákvað Erna Guðmundsdóttir stjórnmálafræðingur og lögfræðingur að stofna sitt eigið lögfræði- og ráðgjafarfyrirtæki. Markmiðið er að veita góða og persónulega ráðgjöf til viðskiptavina byggða á áratuga langri reynslu af því að starfa með stjórnvöldum, stéttarfélögum, stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum, bæði hvað varðar úrlausn einstaklingsmála, gerð kjarasamninga, ráðningarsamninga, starfslokasamninga o.fl.
Eftir að hafa mátað mörg nöfn varð nafnið MAGISTRA fyrir valinu en merking orðsins, sem er latneskt að uppruna, höfðaði sterkt til mín; kona sem fer með vald, kennari eða sýslumaður (sbr. líka magister court á ensku). Þá er MAGISTRA kvenkyns útgáfan af orðinu MAGISTER og vísar þannig til mastersgráðu eftir háskólanám.
Það var mér mikilvægt að fyrirtækið setti sér strax sín eigin gildi og eru megingildin í starfi MAGISTRA trúnaður og heilindi.
Eitt er að setja gildi og annað er að temja sér ákveðið hugarfar bæði í starfi og leik. Ljóðlínur Einars Benediktssonar, úr Einræðum Starkaðar segja allt sem segja þarf og hef ég reynt að temja mér þær ráðleggingar sem Einar er að gefa okkur:
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.