Magistra ehf
Lögfræðiþjónusta og ráðgjöf
Lífið er eins og myndavél-við þurfum að stilla fókusinn rétt!
-
RÁÐNINGAR
HÆFNISMAT VIÐ RÁÐNINGAR
RÁÐNINGARSAMNINGAR
ÁMINNINGAR
UPPSAGNIR
STARFSLOKASAMNINGAR
FLEIRA
-
SÁTTAMIÐLUN FYRIR EINSTAKLINGA, FYRIRTÆKI, FÉLÖG EÐA STOFNANIR SEM EIGA Í ÁGREININGI EÐA DEILUM.
Sáttamiðlun er aðferð til að leysa úr ágreiningi með hjálp hlutlauss og óháðs aðila -ágreiningi sem annars gæti þurft að reka fyrir dómstólum eða öðrum þar til bærum aðilum.
-
Stjórnar- og nefndarsetu fylgir mikil ábyrgð.
Erna er vel í stakk búin til að sinna stjórnar- og eða nefndarsetu af fagmennsku.
.• Traust og gott orðspor
• Reynsla af stjórnun, rekstri og stefnumótun
• Góð teymisvinna
• Sérþekking á sviði lögfræði
-
MAGISTRA leiðbeinir, styður við og veitir stjórnendum ráðgjöf bæði með fyrirbyggjandi hætti og ef upp koma vandamál eins og einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
“Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.”
Ljóðlínur Einars Benediktssonar
-
Ýmis konar fræðsla í vinnurétti eftir þörfum eða kringumstæðum. Sem dæmi: jafnréttislög, persónuvernd, trúnaðarmannafræðsla,samskipti á vinnustöðum, hlutverk stéttarfélaga, verkföll og verkbönn, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, upplýsingalög, stjórnsýslulög o.fl.
Þá er hægt að óska eftir klæðskerasniðinni fræðslu um einstök málefni.
-
Tek að mér að vera persónuverndarfulltrúi fyrir fyrirtæki/stofnanir.
Aðstoða fyrirtæki til að sinna innra eftirliti, upplýsa og ráðleggja vegna persónuverndarlöggjafarinnar.
Veiti ráðgjöf við framkvæmd mats á áhrifum á persónuvernd (MÁP).
-
Lögfræðilegar álitsgerðir og umsagnir.
Ýmis konar skjalagerð; ráðningarsamningar, starfslokasamningar, umboð, leigusamningar, kaupmálar, erfðaskrár o.fl.
-
Vinsamlega hafið samband við Magistra, magistra@magistra.is eða Erna Guðmundsdóttir, 8974065
Aðstoð
MAGISTRA VEITIR ALMENNA LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTU OG RÁÐGJÖF TIL FYRIRTÆKJA, STJÓRNVALDA, SVEITARFÉLAGA, STOFNANA, STÉTTARFÉLAGA OG EINSTAKLINGA
MEGINGILDI MAGISTRA
-
Trúnaður og heilindi eru megingildi í starfi MAGISTRA.
Trúnaður: MAGISTRA leggur ríka áherslu á trúnað við skjólstæðinga þess um hvaðeina sem kann að koma fram vegna starfa MAGISTRA og starfsmanna þess.
Heilindi: MAGISTRA mun rækja af alúð og heilindum þau störf sem MAGISTRA er falið.
MAGISTRA
Erna Guðmundsdóttir stofnaði MAGISTRA 13. apríl 2023 eftir að hafa unnið hjá helstu heildarsamtökum stéttarfélaga í yfir 20 ár.
Erna útskrifaðist árið 1992 frá Háskóla Íslands sem stjórnmálafræðingur og árið 1999 sem lögfræðingur frá sama skóla. Árið 2001 tók hún próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður.
Erna hefur yfirgripsmikla þekkingu á íslensku samfélagi, gangverki hins opinbera, opinberri stefnumótun, vinnumarkaði o.s.frv.
Erna hefur í gegnum störf sín m.a. leiðbeint, verið stuðningur og gefið ráðgjöf í erfiðum einstaklingsmálum sem hafa komið upp á vinnustöðum.
Erna hefur víðtæka reynslu af samningagerð, s.s. kjarasamningagerð, samningum í einstaklingsmálum o.fl.
-
Stofnandi og eigandi MAGISTRAMenntun:
BA- í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.
Embættispróf í lögfræði (MA) frá Háskóla Íslands.
Héraðsdómslögmannsréttindi.

Af hverju nafnið MAGISTRA?
MAGISTRA hefur nokkrar merkingar sem höfðuðu til mín; sterk kona, kennari eða sýslumaður. Þá er MAGISTRA kvenkyns útgáfan af orðinu MAGISTER og vísar þannig til mastersgráðu eftir háskólanám.
— ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR EIGANDI MAGISTRA
BÓKAÐU FUND
MAGISTRA hefur nokkrar leiðir við verðlagningu á lögfræði- og ráðgjafarþjónustu.
Útseldir tímar
Rukkað er fyrir þá tíma sem fara í tiltekið mál.
Fast verð á verkefni
Viðskiptavinur fær fast verð á verkefni.
Áskrift að þjónustu MAGISTRA
Lögfræði- og ráðgjafarþjónusta MAGISTRA er seld í formi áskriftar. Gert er skriflegt samkomulag um reglulega lögfræði- og ráðgjafarþjónustu gegn föstum mánaðargreiðslum. Viðskiptavinir eiga þá inni aðgang að þjónustu MAGISTRA á meðan að samkomulag um slíkt er í gildi.
VÖRUSALA
Viðskiptavinur kaupir ákveðna þjónustu t.d. skjalagerð, úrvinnslu máls, kaupmálagerð eða annað á föstu verði.
Allar nánari upplýsingar um verð er hægt að nálgast hjá MAGISTRA.
BÓKA FUND
magistra@magistra.is
Hægt er að óska eftir fundi
Á starfsstöð fyrirtækis sem óskar eftir þjónustu
Í gegnum Teams eða Zoom
Á starfsstöð MAGISTRA
PERSÓNUVERNDARSTEFNA
MAGISTRA
Persónuverndarstefnan útskýrir hvaða upplýsingum MAGISTRA safnar um þig og hvernig þær upplýsingar eru notaðar. Persónuverndarstefnan tilgreinir einnig réttindi þín í tengslum við upplýsingarnar þínar og hvern þú getur haft samband við til að fá frekari upplýsingar. MAGISTRA er staðráðin í að vernda friðhelgi þína og meðhöndla upplýsingar þínar eins og lög áskilja. Ítarlegar upplýsingar um persónuverndarstefnu MAGISTRA birtast hér fyrir neðan undir hverju og einu harmonikkumerki. Vinsamlega hafið samband við magistra@magistra.is ef skýringa er óskað eða þú hefur athugasemdir.
Dagsetning útáfu stefnunnar er: 13. apríl 2023
-
Persónuverndarstefna þessi er byggð á lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018.
MAGISTRA (hér eftir „félagið“ eða „fyrirtækið“ eða „við“ eða „okkar“) leggur mikla áherslu á öryggi og löglega notkun persónuupplýsinga sem meðhöndluð eru í starfsemi þess.
-
Til að geta veitt þér eða viðskiptavinum MAGISTRA þjónustu eða í þeim tilvikum þar sem verið er að ræða mögulega þjónustu, mun MAGISTRA safna eða afla persónuupplýsinga um þig. Upplýsingarnar eru eingöngu nýttar til þess að tryggja þá þjónustu sem við bjóðum viðskiptavinum MAGISTRA upp á.
Þær persónuupplýsingar sem við meðhöndlum geta verið tilkomnar með eftirfarandi hætti:
-Þú sendir inn upplýsingar um leið og þú óskar eftir þjónustu.
-Þriðji aðili, t.d. vinnuveitandi gefur persónuupplýsingarnar vegna eðlis verkefnis sem óskað er eftir að við tökum að okkur, nýtum við eingöngu á grundvelli heimildar sem okkur hefur verið veitt til þess,
-Á grundvelli umboðs eða laga.
-Upplýsingarnar eru aðgengilegar almenningi.
Á meðal þeirra persónuupplýsingum sem safnað er um bæði einstaklinga sem lögaðila má nefna:
-Upplýsingar um nafn, kennitölu, aldur, fæðingardag, kyn, heimilisfang, símanúmar, netfang.
-Upplýsingar um fjármál tengd viðkomandi einstaklingi/lögaðila.
-Upplýsingar um tegund lögaðila, nafn einstaklings/lögaðila,
-Upplýsingar um starfsemi lögaðila/einstaklings, atvinnu- og menntunarupplýsingar einstaklings (t.d. hjá hvaða fyrirtæki eða stofnun viðkomandi starfar).
-
MAGISTRA leggur metnað sinn í að vernda persónupplýsingar sem það fær til að tryggja friðhelgi einkalífs.
Mikilvægast af öllu til að tryggja vernd persónupplýsinga er þjálfun og menntun starfsmanna MAGISTRA sem taka við og vinna með persónupplýsingar í samræmi við lög og reglur sem gilda um persónuvernd.
Tæknilegar öryggisráðstafanir hjá MAGISTRA og skipulagstengdir ferlar tryggir jafnframt öryggi persónupplýsinga. Sem dæmi um öryggisráðstafanir sem fyrirtækið grípur til má nefna eru aðgangsstýrðar gagnageymslur, spor skráð, dulkóðun og vírusveggir.
-
MAGISTRA geymir persónupplýsingar þínar í kerfum okkar eins lengi og nauðsynlegt er fyrir viðkomandi verkefni eða ef lög krefjast ákveðins varðveislutíma. Þær upplýsingar sem nýttar eru í störfum okkar er eytt með varanlegum hætti eins skjótt og heimilt er eða áskilið lögum samkvæmt.
-
Í þeim tilvikum sem persónuupplýsingum er miðlað til þriðju aðila, er það gert eingöngu á grundvelli umboðs, samnings eða lagaboðs.
-
Rétt er að benda á rétt þinn í tengslum við vinnslu persónupplýsinga:
Þú átt rétt á að afturkalla samþykki fyrir vinnslu okkar á persónuupplýsingunum þínum (að því marki sem slík vinnsla er byggð á samþykki), fá afrit af persónuupplýsingum um þig, láta leiðrétta upplýsingar um þig eða eyða þeim. Þá áttu rétt á að vita eftirfarandi:
• hvers vegna er verið að vinna með upplýsingarnar
• hver lagagrundvöllur vinnslunnar er
• hvaða tegundir upplýsinga eru notaðar
• hvaðan upplýsingarnar eru fengnar, ef þær koma frá öðrum en hinum skráða
• hversu lengi á að varðveita upplýsingarnar
• hvort miðla eigi upplýsingunum til þriðja aðila og þá til hvers og hvers vegna
• hvort flytja eigi upplýsingarnar úr landi, og þá hvert og hvað eigi að gera við þær
• hvort nota eigi upplýsingarnar við gerð persónusniðs
• rétt hins skráða til að kvarta til Persónuverndar
Þegar upplýsinga er aflað frá öðrum aðila en þér þarf ekki að veita fræðslu ef skýrt er mælt fyrir um öflun eða miðlun upplýsinganna í lögum.
-
Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.
Hægt er að senda kvörtun til Persónuverndar (personuvernd.is)