Þjónusta Magistra

Hvaða þjónustu býður MAGISTRA upp á?

VINNURÉTTUR

MAGISTRA aðstoðar og veitir ráðgjöf á öllum sviðum vinnuréttar s.s. við gerð ráðningarsamninga, starfslokasamninga, daglega ráðgjöf í starfsmannamálum, aðstoð vegna áminninga eða uppsagna o.fl.

FRÆÐSLA

MAGISTRA býður upp á fræðslu eftir þörfum eða kringumstæðum hvers fyrir sig.

Fræðsla á sviði vinnuréttar s.s. réttindi og skyldur á vinnumarkaði, samskipti á vinnustað (EKKO), hlutverk stéttarfélaga, verkföll og verkbönn, jafnréttismál, persónuvernd.


SETA Í STJÓRNUM OG NEFNDUM

Erna Guðmundsdóttir eigandi MAGISTRA tekur að sér að sitja í stjórnum, nefndum og ráðum en hún hefur mikla reynslu af stjórnar- og nefndarsetu bæði hér á landi og erlendis:

• Traust og gott orðspor

• Reynsla af stjórnun, rekstri og stefnumótun

• Góð teymisvinna

• Sérþekking á sviði lögfræði

ANNAÐ

MAGISTRA aðstoðar við gerð lögfræðilegra álitsgerða, umsagna. Þá er hægt að fá aðstoð við ýmis konar skjalagerð; ráðningarsamningar, starfslokasamningar, umboð, leigusamningar, kaupmálar, erfðaskrár  o.fl.

MAGISTRA tekur að sér að vera Persónuverndarfulltrúi skv. persónuverndarlögum.

MAGISTRA tekur að sér margs konar sáttamiðlun fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir, stjórnvöld eða aðra aðila sem eiga í ágreiningi eða deilum.

MAGISTRA leiðbeinir, styður við og veitir stjórnendum ráðgjöf bæði með fyrirbyggjandi hætti og ef upp koma vandamál eins og einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. 

Meðfylgjandi er ferilskrá Ernu Guðmundsdóttur þar sem farið er yfir hvar hún hefur starfað og við hvaða verkefni.

FERILSKRÁ ERNU GUÐMUNDSDÓTTUR